Slíkir stjórnendafundir, þar sem saman eru komnir yfirlæknar, deildarstjórar og fleiri stjórnendur stórra og smærri starfseininga eru haldnir að minnsta kosti tvisvar á ári. Tilgangurinn er fyrst og fremst að stilla saman strengi og leggja línur í starfsemi Landspítala fyrir næstu og fjarlæga framtíð.
Á stjórnendafundinum nú var helsta umræðuefnið starfsáætlun Landspítala 2011-2012 sem liggur fyrir í drögum en verður kynnt innan tíðar. Fjallað var um "betri stjórnun - betra starfsumhverfi" og að síðustu lýsti Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, sem stjórnandi lögregluliðs, hvernig þar væri staðið að málum við að þjappa fólki saman og efla liðsheildina til þess að takast á við krefjandi verkefni.