MND-félagið, Parkinsonsamtökin, MG-félagið og Heilaheill hafa fært taugalækningadeild Landspítala að gjöf hágæslubúnað. Um er að ræða búnað (hjartarafsjár) til að fylgjast með hjartslætti, blóðþrýstingi og súrefnismettun í blóði. Að þessum tækjabúnaði fengnum er hægt að taka ákveðinn sjúklingahóp sem til þessa hefur þurft að fara fyrst á gjörgæslu beint inn á deildina.
Félögin hafa marga góða bakhjarla, þar á meðal Svölurnar, félag flugfreyja, sem afhentu MND-félaginu styrk við sama tækifæri. Þá gáfu nemendur úr Kvennaskólanum einnig sjónvarp fyrir setustofu taugalækningadeildarinnar.