Gísli Einarsson, yfirlæknir í endurhæfingu á Landspítala, er einn höfunda efnis í kennslubókinni Physical Medicine & Rehabilitation sem er nýkomin í fjórðu úgáfu.
Þessi bók er meginrit í kennslu í bandarískri endurhæfingarfræði og var Gísil fenginn til að endurskoða kaflann "Cardiac Rehabilitation" sem var upphaflega skrifaður af Jonathan H. Whiteson lækni.
Þetta var umfangsmikið verk þar sem tilvísanir voru að miklu leyti endurnýjaðar og auk þess tók Gísli saman og skrifaði að öllu leyti kaflann "Epidemiology of Cardiovascular Disease". Sá kafli er sérstaklega fyrir notendur í Bandaríkjunum.