Norræn ráðstefna um svefn verður haldin á Hilton hótelinu í Reykjavík dagana 4.-7 maí 2011.
Lungnadeild Landspítala hefur veg og vanda af ráðstefnunni og í forsvari er Þórarinn Gíslason yfirlæknir. Landspítali hefur búið vel að svefnrannsóknum sem hafa lengi verið öflugar hér og Íslendingar í fararbroddi á mörgum sviðum þar.
Rúmlega 200 frá Norðurlöndunum og víðar að sækja ráðstefnuna. Fluttir verða 82 fyrirlestrar og kynnt veggspjöld.
Meðal annars til umfjöllunar:
- Svefnleysi
- Leiðir til að bæta svefn
- Grunnrannsóknir í svefni
- Dægursveiflur
- Svefnmælingar
- Kæfisvefn og akstur
- Fótaóeirð
- Drómasýki
- Skurðaðgerðir í efri öndunarvegi