Líf styrktarfélag afhenti kvennadeildum Landspítala 40 milljónir króna
til endurbóta á meðgöngu- og sængurkvennadeild 4. maí 2011. Landssöfnun Lífs, sem fram fór í mars síðastliðnum, gerði félaginu kleift að standa að úthlutuninni.
Áætlaður kostnaður við endurbæturnar er um 85 milljónir króna og hefur framkvæmdastjórn LSH lagt fram 45 milljónir króna.
Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og að þeim verði lokið í október á þessu ári.
Rannveig Rúnarsdóttir, yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurkvennadeild:
"Þetta er mjög mikilvægt skref til að bæta þjónustu og aðbúnað fyrir konur og aðstandendur. Að bæta aðstöðuna með því að fjölga einbýlum með snyrtingu er mikilvægt fyrir veikustu konurnar og það er framar björtustu vonum að þetta verður að veruleika í haust."