Fjögur verkefni voru styrkt um samtals 1,2 milljónir króna við úthlutun úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bent Scheving Thorsteinsson á ársfundi Landspítala 2011 í Salnum í Kópavogi 5. maí.
Sjóðurinn var stofnaður árið 2007 með 30 milljóna króna gjafabréfi Bents Scheving. Markmið og hlutverk sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir, ritgerðir og skylda starfsemi á sviði hjartalækninga og hjarta- og lungnaskurðlækninga.
Eftirtalin verkefni voru styrkt:
Þórarinn Guðnason og samstarfsaðilar -
Segabrottnám við kransæðastíflu með ST hækkun á Norðurlöndum – Taste rannsóknin.
(Thrombus aspiration in ST-elevation myocardial infarction in Scandinavia – Taste trial).
Davíð O. Arnar og samstarfsaðilar -
Erfðabreytileikar sem tengjast raflífeðlisfræði hjartans og hjartsláttartruflunum.
Steinn Jónsson og samstarfsaðilar -
Skurðaðgerðir við lungnakrabbameini á Íslandi 1986-2007 (framhaldsverkefni með auknu heildarþýði).
Tómas Guðbjartsson og samstarfsaðilar -
Árangur opinna hjartaaðgerða á Íslandi (framhaldsverkefni með auknu þýði).