Alþjóða blóðgjafadagurinn er 14. júní 2011. Þessi dagur er tileinkaður öllum þeim gjafmildu blóðgjöfum sem fórna tíma og nokkru af sjálfum sér í þágu annarra sem ekki eru jafn lánsamir að vera við góða heilsu.
Haldin verður blóðgjafahátíði í Blóðbankanum við Snorrabraut 60 í Reykjavík á alþjóðlega blóðgjafadeginum frá kl. 8:00 til 17:00. Þar verður boðið upp á pylsur og tónlistaratriði.
Ýmsir hafa stutt Blóðbankann og Blóðgjafafélagið (BGFÍ) af þessu tilefni, þar má nefna: Íslenzkir blómabændur, Síld og Fiskur og Guðnabakari á Selfossi. Auk þessa gefur Hreyfing blóðgjöfum þriggja daga kort í líkamsrækt alla næstu viku.
Félagar úr Blóðgjafafélaginu ætla að sjá um að grilla í hádeginu.
Allir velkomnir!