Helga Sigurðardóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin í starf deildarstjóra á meðgöngu- og sængurkvennadeild 22A frá 1. júní 2011 til næstu 5 ára. Helga tók við deildarstjórastöðunni af Rannveigu Rúnarsdóttur ljósmóður.
Helga Sigurðardóttir lauk B.S. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og embættisprófi í ljósmóðurfræði frá sama skóla árið 2006. Helga hefur starfað í Hreiðrinu frá árinu 2006 sem ljósmóðir og um 8 mánaða skeið á meðgöngu- og sængurkvennadeild 22A . Áður vann hún á hjartadeild 14E/G árin 2001-2005. Helga hefur víðtæka reynslu af fag- og félagsstörfum, var m.a. varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands árin 2009-2011 og hefur verið stundakennari við ljósmóðurfræðinám Háskóla Íslands frá árinu 2009. Hún hefur einnig setið í ýmsum vinnuhópum, nefndum og ráðum á vegum framkvæmdarstjóra hjúkrunar á Landspítala.