Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 24. ágúst 2011 að heimila almenna kynningu á drögum að deiliskipulagi fyrir Landspítala við Hringbraut.
Þessi samþykkt markar upphaf kynningarferlis sem nú hefst. Strax í næstu viku verður haldinn opinn kynningarfundur auk þess sem samráðsþing verður innan spítalans. Einnig er gert ráð fyrir að drög að deiliskipulaginu hangi uppi á skrifstofu rekstrarsviðs Landspítala í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg fyrstu vikuna í september þar sem almenningur getur kynnt sér tillögurnar og lagt fram athugasemdir.
Í kjölfar kynningartímans, sem er 6 vikur frá kynningarfundi, mun Reykjavíkurborg taka saman þær athugasemdir sem kunna að berast. Tímaáætlanir gera ráð fyrir að seinna kynningarferlið hefjist í nóvember en að deiliskipulagið geti verið endanlega samþykkt í febrúar á næsta ári.
Skylt efni:
Vefur um nýjan Landspítala