Læknafélag Reykjavíkur efnir til opins fundar um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 6. október 2011. Fundurinn verður á Grand hóteli Reykjavík og hefst kl. 16:30. Fundarstjóri verður Guðmundur Þorgeirsson læknir.
- Er rétt að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir í því efnahagsumhverfi sem við búum við?
- Eru Þingholtin rétti staðurinn fyrir nýjan Landspítala?
- Tekur hönnun nýs Landspítala mið af þörfum lækna, hjúkrunarfólks og sjúklinga?
Frummælendur:
Helgi Már Halldórsson arkitekt
Jóhannes M. Gunnarsson læknir
Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur
Páll Torfi Önundarson læknir
Örn Þór Halldórsson arkitekt
________________________________________________________________
Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á fundinum á Grand hóteli Reykjavík 6. október 2011.