Öllum börnum á aldrinum 3-6 ára er boðið á opna bangsaspítalann á Barnaspítala Hringsins laugardaginn 29. október 2011, í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum 27. október.
Bangsaspítalinn verður opinn milli kl. 11:00 og 17:00 og tekið á móti böngsum við sérmerkta biðstofu beint við inngang barnaspítalans. Börnin geta þá, í hlutverki foreldris, komið með veikan bangsa til læknis þar sem fer fram viðtal og skoðun. Bangsinn er læknaður eftir því sem tök eru á, þ.e. settar á hann umbúðir, plástrað, saumað en annað gert sem geti komið honum aftur til heilsu. Lýðheilsufélag læknanema starfrækir bangsaspítalann.