Árleg jólakortasala. Kvenfélagsins Hringsins stendur yfir. Allur ágóði rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Jólakortið 2011 er hannað af Lenu B. Bjarnadóttur, dóttur Hringskonu, og prentað af Prentmeti. Kortin eru hvít eða rauð og bera upphleypta gyllta mynd af logandi jólakerti. Áprentaður texti er: „Gleðileg jól og farsælt komandi ár”. Einnig er hægt að fá kortin án texta.
Kortin eru seld í 10 stk. pökkum (5 rauð og 5 hvít) með hvítum umslögum á 1100 krónur pakkinn.
Jólapakkakort (Til- og Frá-miðar) með sömu mynd og í sömu litum eru einnig til sölu á 500 krónur pakkinn (10 kort).
Sölustaðir:
Veitingastofa Hringsins á Barnaspítalanum
Hagkaup
Lyf og heilsa
Lyfjaver og mörg einkarekin apótek
Melabúðin
Úlfarsfell
Hjá Hrafnhildi
Hamborgarafabrikkan
og fleiri verslanir og hárgreiðslustofur í Reykjavík og á landsbyggðinni.
Fyrirtæki og aðrir sem þurfa mikinn fjölda af kortum geta sent pöntun í tölvupósti á póstfangið jolakort@hringurinn.is.
Fyrirtæki sem vilja fá merki sitt (logo) prentað í kortin geta haft samband við formenn jólakortanefndar Hringsins, Sigrúnu (820 0067) eða Dröfn (896 4018).
Mynd: Jólakort Hringsins 2011 og merkispjöld