Helga Sif Friðjónsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á fíknigeðdeild 33A á Landspítala frá og með 1. desember 2011.
Helga Sif útskrifaðist með BS í hjúkrunarfræði 1999 og er með meistara og doktorsmenntun í geðhjúkrun með áherslu á fíkni- og aðra geðsjúkdóma. Hún hefur starfað að slíkri hjúkrun m.a. á Vogi og frá sumri 2007 á göngudeild fíknigeðdeilda Landspítala. Frá því að Helga Sif lauk framhaldsmenntun hefur hún verið lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og kennt áhugahvetjandi samtal á ýmsum vettvangi. Helga Sif er einnig faglegur verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar-skaðaminnkun á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Meginmarkmið þess verkefnis er að draga úr þeim skaða sem hlýst af neyslu með sprautubúnaði sem og efla heilsu þeirra jaðarhópa sem þangað leita.