Málþing um stöðu framhaldsnáms í lyflækningum á Landspítala verður haldið í Hringsal á Landspítala Hringbraut fimmtudaginn 15. desember 2011, kl. 13:00 til 15:00. Málþingið er til heiðurs læknunum Steini Jónssyni, Runólfi Pálssyni og Friðbirni R. Sigurðssyni.
Dagskrá
13:00-13:05
Ávarp.
Kristján Erlendsson, framkvæmdastjóri vísinda-, mennta- og nýsköpunarsviðs (VMN)
13:05-13:30
Uppbygging framhaldsnáms í lyflækningum á Landspítala.
Már Kristjánsson, framhaldsmenntunarstjóri lyflækningasviðs
13:30-13:45
Fagmennska og framhaldsnám.
Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
13:45-14:05
Ytri rammi framhaldsnáms í lyflækningum; hlutverk velferðarráðuneytisins.
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri velferðarsviðs velferðarráðuneytisins
14:05-14:20
Kaffi í boði vísinda-, mennta- og nýsköpunarsviðs Landspítala
14:20-14:40
Framhaldsmenntun á lyflækningasvið í 10 ár; hver er afrakstur vísindavinnu?
Dr. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir sérfræðilæknir
14:40-14:50
Hvernig nýttist framhaldsnám í lyflækningum á LSH mér til áframhaldandi náms erlendis?
Hilmar Kjartansson, lyf- og bráðalæknir á LSH
14:50-15:00
Þakkir og slit.
Vilhelmína Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs