Anna Stefánsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala 1. mars 2012. Anna á að baki langan og farsælan feril sem stjórnandi hjúkrunar á spítalanum. Hún var hjúkrunarforstjóri á Ríkisspítölum frá 1995 og hefur frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á háskólasjúkrahúsinu. Anna gegndi um tíma starfi forstjóra ásamt Birni Zoëga sem nú er forstjóri Landspítala. Henni hafa verið falin ýmis trúnaðarstörf innan heilbrigðisþjónustunnar. Anna hefur undanfarin ár setið í stjórn Evrópusamtaka hjúkrunarforstjóra, ENDA og er formaður Rauða kross Íslands. Hún mun sitja áfram í byggingarnefnd fyrir nýjan Landspítala.
Leit
Loka