Afrakstur landssöfnunar Lífs styrktarfélags og gólfdúksmynd Tómasar
Meðgöngu- og sængurkvennadeild 22A var opnuð formlega eftir miklar endurbætur 1. desember 2011.
Afrakstur landssöfnunar Lífs styrktarfélags frá því í vor hefur þar með litið dagsins ljós. Deildin býr nú yfir 17 vel útbúnum stofum með salerni og sturtu. Vistarverur skjólstæðinga hafa verið endurnýjaðar og aðstaða starfsfólks bætt. Um 100 fermetrar sem áður voru vistaverur vökudeildar og barnastofa var breytt í þrjú einbýli með salerni auk þess sem gerð var bráðaaðstaða fyrir nýbura.
Aftari röð: Guðmundur Ingi Hjartarson, stjórnarmaður Lífs, Ingólfur Þórisson framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs LSH og Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdarstjóri kvenna- og barnasviðs LSH.
Fremri röð: Sigríður Sigmarsdóttir, Edda Sveinsdóttir stjórnarmaður Lífs, Helga Sigurðardóttir deildarstjóri 22A, Hildur Harðardóttir yfirlæknir og Bjarney Harðardóttir formaður Lífs.
|
|
Fjölmennum hópi vina, starfsmanna og velunnara deildarinnar var boðið að samfagna með skjólstæðingum og starfsfólki.
Við þetta tækifæri afhenti Tómas Waage, gólfdúksmynd sína innrammaða. Tómas er fyrrverandi iðnaðarmaður á Landspítala og margar gólfdúksmyndir hans prýða gólf á spítalanum. Við endurbæturnar þurfti að fjarlægja myndina sem þarna var á deildinni en það tókst að bjarga henni, Tómas pússaði hana upp sjálfur og gaf svo. Helga Sigurðardóttir deildarstjóri tók við myndinni.
|
|