Kennsluviðurkenningar læknakandídata á Landspítala 2011 voru veittar 1. desember, í fimmta sinn, eftir tilnefningar frá þeim sjálfum.
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir, Kristín Huld Haraldsdóttir skurðlæknir og Magni Sigurjón Jónsson lungnalæknir hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi klíníska kennslu í daglegu starfi á deildum og á vöktum.
Hlíf Steingrímsdóttir tók við viðurkenningu fyrir hönd blóðlækningadeildar 11G á Landspítala. Deildin hlaut viðurkenningu fyrir að skara fram úr í kennslu kandídata. Var þetta í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt.
(Mynd: Kristján Erlendsson framkvæmdastjóri vísinda-, mennta- og gæðasviðs (VMN), Bryndís Sigurðardóttir, Magni Sigurjón Jónsson, Hlíf Steingrímsdóttir, Kristín Huld Haraldsdóttir og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir yfirlæknir VMN)
Viðurkenningarnar voru veittar á jólaskemmtun kandídata sem haldin er árlega í byrjun desember og var þá tekin hópmynd af þeim. Leifur Leifsson, handhafi kærleikskúlunnar, kom og flutti erindið „Ég get það sem mig langar til“. Boðið var upp á heitt súkkulaði og jólabakkelsi.