Tíu ungum starfsmönnum sem stunda klínískar rannsóknir á spítalanum verða afhentir styrkir úr Vísindasjóði LSH við athöfn í Hringsal, Landspítala Hringbraut, þriðjudaginn 20. desember 2011, kl. 12:00 til 13:00. Allir eru velkomnir. Hver styrkur nemur einni milljón króna. Markmið styrkjanna er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja rannsóknarvirkni ungra starfsmanna.
Styrkþegar:
Ása Guðrún Kristjánsdóttir næringarfræðingur
Ásbjörg Geirsdóttir læknir
Brynja Björk Magnúsdóttir sálfræðingur
Erna Sif Arnardóttir náttúrufræðingur
Freyja Valsdóttir lífeindafræðingur
Magnús Jóhannsson sálfræðingur
Martin Ingi Sigurðsson læknir
Ómar Sigurvin Gunnarsson læknir
Ragnar Pálsson læknir
Sandra Dís Steinþórsdóttir læknir
Dagskrá í Hringsal
Opnun
Kristján Erlendsson, framkvæmdastjóri vísinda-, mennta- og nýsköpunarsviðs
Ávarp ráðherra
Um styrki til ungra vísindamanna
Rósa Björk Barkardóttir, starfandi formaður vísindaráðs LSH
Afhending styrkja
Björn Zoëga, forstjóri Landspítala
Kynning
Styrkhafarnir kynna rannsóknir sínar
Léttar veitingar eftir athöfnina