Ólöf Guðný Geirsdóttir næringarfræðingur er efnilegasti vísindamaður í öldrunarrannsóknum á Norðurlöndum og var valin til að flytja heiðursfyrirlestur á 24. norrænu ráðstefnunni í öldrunarfræðum í Osló 2. til 4. maí 2018. Verðlaunin hlaut hún í kjölfarið á tilnefningu frá Félagi íslenskra öldrunarlækna og Öldrunarfræðafélagi Íslands í í tilefni þess að Íslendingar halda norrænu ráðstefnuna í öldrunarfræðum 2020. Ólöf Guðný er verkefnastjóri á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) og dósent við matvæla- og næringarfræðideild HÍ.
Öldrunarrannsóknir á Íslandi verða mjög áberandi á öldrunarráðstefnunni í Osló og fjöldi fólks sækir hana héðan. Frá RHLÖ fara 7 manns með erindi eða veggspjöld sem tengjast verkefnum sem þar er unnið að.
Verkefni sem unnið er að innnan Rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum