Bára Dís Benediktsdóttir, deildarlæknir á lyflækningasviði, og Hulda Hrund Björnsdóttir læknanemi voru verðlaunaðar fyrir framúrskarandi vísindaágrip á Lyflæknaþingi sem haldið var í Hörpu 30. nóvember til 1. desember 2018.
Sigurvegararnir fengu verðlaun, kr. 100.000, sem veitt voru af Verðlaunasjóði í læknisfræði sem Þórður Harðarson og Árni Kristinsson veita forstöðu. Í dómnefndinni voru Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, formaður, Margrét Birna Andrésdóttir og Karl Andersen.
Ágrip Báru Dísar bar titilinn ”Notkun erfðaupplýsinga til að draga úr hættu á skyndidauða. Stökkbreytingar sem valda heilkenni lengingar á QT-bili á Íslandi”.
Samstarfsaðilr hennar eru Garðar Sveinbjörnsson, Hilma Hólm, Daníel F. Guðbjartsson, Davíð O. Arnar og Kári Stefánsson.
Verkefni Huldu Hrundar heitir ”Krabbamein verður helsta dánarorsök einstaklinga með T2M. Áhorfsrannsókn á sænskri landsvísu á 457.473 einstaklingum með T2DM borið saman við 2.287.365 pöruð viðmið”.
Samstarfsaðilar hennar eru Araz Rawshani, Aidin Rawshani, Stefan Franzén, Ann-Maríe Svensson, Naveed Sattar og Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir.
Þrjú rannsóknarverkefni unglækna og þrjú frá læknanemum voru valin til að keppa til úrslita í hvorum flokki. Auk sigurvegaranna þóttu eftirtalin rannsóknarverkefni skara fram úr:
Gísli Þór Axelsson læknanemi. Tengsl millivefslungnabreytinga við heilsutengda þætti,
Samstarfsaðilar: Rachel Putman, Elías Guðmundsson, Guðný Eiríksdóttir, Thor Aspelund, Hiroto Hatabu, Vilmundur Guðnason, Matt Hunninghake og Gunnar Guðmundsson.
Unnar Óli Ólafsson læknanemi. Gildi MB-LATER skilmerkja til að spá fyrir um árangur rafvendinga vegna gáttatifs.
Samstarfsaðilar voru Karl Andersen og Davíð O. Arnar.
Rebekka Sigrún Lynch deildarlæknir. Lifetime exposure to violence and other life stressors and hair cortisol concentration in women.
Samstarfsaðilar: Matthías Kormáksson, Sigrún Helga Lund, Clemens Kirschbaum og Unnur Anna Valdimarsdóttir.
Kristján Torfi Örnólfsson unglæknir. Lýðgrunduð rannsókn á svörun sjúklinga með primary biliary cholangitis við meðferð með ursodeoxycholsýru.
Samstarfsaðilar: Einar S Björnsson, Óttar Már Bergmann, Sigurður Ólafsson og Sigrún Helga Lund.
Á myndinni frá vinstri: Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Karl Andersen, Bára Dís Benediktsdóttir, Hulda Hrund Björnsdóttir, Margrét Birna Andrésdóttir og Þórður Harðarson.