Vísindavaka er samevrópskur viðburður sem haldinn hefur verið í áraraðir og verður nú í Laugardalshöllinni laugardaginn 28. september 2019 frá kl. 15:00 til 20:00. Almenningi gefst þá kostur á að hitta vísindamenn af öllum fræðasviðum og kynnast viðfangsefnum þeirra.
Starfsmenn háskóla og rannsóknarstofnana í opinberri eigu og einkaeigu taka þátt í viðburðinum.
Starfsmenn Landspítala hafa verið iðnir við að taka þátt í Vísindavökunni og munu fjórir hópar að þessu sinni taka þátt með eftirtalin verkefni:
- Þórður Helgason og neminn Halldór Kárason: Mænuraförvunarmeðferð síspennu (spasma).
- Stefanía P. Bjarnarson, Siggeir Fannar Brynjólfsson og Una Bjarnadóttir: Hvað gerir ónæmiskerfið?
- Bergþóra Baldursdóttir: Jafnvægisstjórnin og áhrif skynþjálfunar.
- Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir og Ingibjörg Karlsdóttir: Hvað er PEERS?
Einnig flytja Bergþóra og Siggeir fyrirlestur á Vísindavökunni.
Í aðdraganda Vísindavöku eru haldin Vísindakaffi þar sem fræðimenn kynna viðfangsefni sín og spjalla við kaffihúsgesti. Þau verða haldin á Kaffi Laugalæk í Reykjavík frá mánudegi 23. september til og með fimmtudegin 26. september milli kl. 20:30 og 22:00.
Þriðjudaginn 24. september munu Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir og Gyða Guðmundsdóttir sálfræðingur ræða um misnotkun örvandi lyfseðilsskyldra lyfja.