Vísindi að hausti 2020 og ungur vísindamaður Landspítala 2020
Skráningarform: Senda ágrip og persónuupplýsingar
Vísindaráð Landspítala auglýsir á ný eftir ágripum vísindaverkefna á Landspítala vegna veggspjaldakynningar á sérstakri vísindahátíð Landspítala sem haldin er í stað Vísinda á vordögum 2020 sem féll niður í vor.
Vísindi að hausti 2020 verður að öllu óbreyttu haldin þann 7. október 2020 með einhverjum breytingum frá hefðbundinni dagskrá og má búast við spennandi verkefnakynningum.
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu vísindaverkefnin.
Frestur til að skila inn ágripum rennur út á miðnætti þriðjudaginn 1. september.
Innsend ágrip eru grunnur að vali á ungum vísindamanni á Landspítala árið 2020.
Skilyrði fyrir vali er að viðkomandi sé starfsmaður Landspítala, hafi lokið háskólaprófi á síðustu 5 árum og að innsendu ágripi fylgi með ferilskrá og ritlisti hans.
Þeir starfsmenn sem skráðu sig til þátttöku í valinu í vor eru vinsamlegast beðnir um að senda inn uppfærða ferilskrá og ritlista.
Ágrip kynna rannsóknarniðurstöður vísindaverkefna en ekki þróunarverkefni eða gæðaverkefni. Ágrip skulu vera á íslensku, nema í þeim tilfellum þar sem fyrsti höfundur er ekki íslenskumælandi.
Vísindaráð fer yfir innsend ágrip og áskilur sér rétt til þess að hafna þeim ágripum sem:
• ekki er vandað til
• uppfylla ekki kröfur um vísindalegt innihald
• fylgja ekki leiðbeiningum um gerð ágripa hér að neðan
Samþykkt ágrip eru birt á rafrænu formi í fylgiblaði Læknablaðsins. Vanda skal til málfars; Ágrip verða birt eins og þau eru send inn.
Gerð ágripa
Ágrip skulu fylgja eftirfarandi framsetningu og vera að hámarki 350 orð:
1. Titill – feitletraður
Hámark 100 letureiningar og bil
Nöfn höfunda og deildir/vinnustaðir merktir með númerum í brjóstletri
Netfang aðalhöfundar eða tengiliðs – skáletrað
2. Undirfyrirsagnir skulu feitletraðar.
3. Meginmáli sé skipt svo:
Inngangur
Markmið
Aðferðir
Niðurstöður
Ályktun
Nota skal Times New Roman, 12 punkta letur.
Ekki er tekið við töflum eða myndum.
Sjá dæmi um uppsetningu ágrips og framsetningu í fylgiriti Læknablaðsins
Nánari upplýsingar veitir Valgerður M. Backman, verkefnastjóri, s. 543 1410, visindarad@landspitali.is