Landspítali er á hættustigi
Í dag liggja 19 sjúklingar á Landspítala vegna COVID-19. Þar af eru 14 með virkt smit, 10 á smitsjúkdómadeild, einn á bráðageðdeild og þrír á gjörgæslu í öndunarvél.
Síðastliðinn sólarhring komu átta manns til mats og meðferðar í göngudeild og einn var lagður inn.
Í göngudeildinni eru nú 1.546, þar af 492 börn.
48 starfsmenn eru fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar (23/25) og 220 eru í vinnusóttkví.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Vakin er athygli á vefsíðunni Spurt og svarað um Landspítala þar sem er t.d. að finna upplýsingar um bólusetningarhlutfall starfsmanna og verktaka á Landspítala miðað við 1. nóvember 2021 og upplýsingar um starfsemi COVID göngudeildar.