Valur Rafn Valgeirsson, Björn Þór Hallgrímsson og Díana Björk Olsen, forsvarsmenn Minningarsjóðs Gísla Ísleifs Aðalsteinssonar, komu færandi hendi á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, á aðventunni.
Minningarsjóðurinn gaf BUGL styrkveitingu að andvirði 1. milljón króna auk konfekts og fjölda borðspila. Gjafirnar nýtast á báðum deildum BUGL bæði í afþreyingu og meðferð.
Landspítali færir þeim innilegar þakkir fyrir hugulsamlega gjöf.