Þriggja daga námskeið um nýjungar í hjúkrun fullorðinna og aldraðra með þvag- og hægðavandamál stendur yfir á Landakoti dagana 14. til 16. febrúar 2007. Kennarar eru Christine de Laine og Michele Gray sem starfa á þvagleka göngudeild í Bournemouth á Englandi og kenna við Háskólann þar. Hjúkrunarfræðingarnir sem sitja námskeiðið koma víða að af landinu en flestir starfa á hjúkrunarheimilum. Fjallað er um líffærafræði, lífeðlisfræði og ástæður þvag- og hægðavandamála, hvað þarf að meta í því tilliti og mögulega meðferð s.s. atferlismeðferð, blöðruþjálfun, grindarbotnsþjálfun, hægðaþjálfun og hjálpartæki. Námskeiðið er haldið á vegum öldrunarsviðs, skurðlækningasviðs og rannsóknarstofu í öldrunarfræðum.
Fimmtíu hjúkrunarfræðingar á námskeiði á Landakoti
Nýjungar í hjúkrun fullorðinna og aldraðra með þvag- og hægðavandamál eru til umfjöllunar á námskeiði sem 50 hjúkrunarfræðingar sækja á Landakoti dagana 14. til 16. febrúar 2007.
Þriggja daga námskeið um nýjungar í hjúkrun fullorðinna og aldraðra með þvag- og hægðavandamál stendur yfir á Landakoti dagana 14. til 16. febrúar 2007. Kennarar eru Christine de Laine og Michele Gray sem starfa á þvagleka göngudeild í Bournemouth á Englandi og kenna við Háskólann þar. Hjúkrunarfræðingarnir sem sitja námskeiðið koma víða að af landinu en flestir starfa á hjúkrunarheimilum. Fjallað er um líffærafræði, lífeðlisfræði og ástæður þvag- og hægðavandamála, hvað þarf að meta í því tilliti og mögulega meðferð s.s. atferlismeðferð, blöðruþjálfun, grindarbotnsþjálfun, hægðaþjálfun og hjálpartæki. Námskeiðið er haldið á vegum öldrunarsviðs, skurðlækningasviðs og rannsóknarstofu í öldrunarfræðum.