SKURÐLÆKNINGASVIÐ
Fossvogur
Starfsemi bæklunarlækningadeilda, HNE A-5 og B-5 verður sameinuð á deild A-5 frá og með 22. desember til 2. janúar 2007. Þjónusta verður veitt vegna bráðatilfella og miðað við að 18 - 20 rúm verði opin.
Starfsemi heila-, tauga- og æðaskurðdeildar B-6 og lýtadeildar A-4 verður sameinuð frá og með 22. desember til 2. janúar. Þjónusta verður veitt vegna bráðatilfella á A-4 og miðað við að opin verði allt að 12 - 15 rúm.
Dagdeild á A-4 verður lokuð milli jóla og nýárs. Starfsemi göngudeildar HNE miðast við aðkallandi þjónustu.
Hringbraut
Starfsemi almennra skurðdeilda 12G og 13G verður sameinuð á 12G frá og með 22. desember til 2. janúar 2007. Opin verða allt að 20 rúm.
Starfsemi hjarta-, lungna- og augnskurðdeildar 12E verður dregin saman og miðað við að 8 rúm verði opin fyrir bráðveika sjúklinga á tímabilinu 22. desember til 2. janúar.
Starfsemi þvagfæraskurðdeildar 13D verður dregin saman og miðað við að opin verði 10 - 12 rúm fyrir bráðveika á tímabilinu 22. desember til 2. janúar.
Starfsemi dag- og göngudeilda verður dregin saman og takmörkuð þjónusta verður veitt vegna bráðra tilfella milli jóla og nýárs.
SVÆFINGA-, GJÖRGÆSLU- OG SKURÐSTOFUSVIÐ
Samdráttur verður í starfsemi svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviðs í viku 51 og 52 eins og undanfarin ár.
Aðgerðastjórar skurðdeilda á Hringbraut og í Fossvogi koma sér saman um niðurröðun aðgerðaprógrams í samvinnu við prógramstjóra svæfingadeilda viðkomandi eininga. Með því móti er áætlað að loka einni skurðstofu á hvorum stað og veita starfsmönnum leyfi í samræmi við lokanir.
Vöknun kvennadeildar verður opin kl. 8:00 - 16:00 í viku 51 og 52.
LYFLÆKNINGASVIÐ I
Heildarfækkun bráðarúma á sviðinu verður u.þ.b. 10 rúm yfir jól og áramót. Fækkað verður um 5 rúm á Hringbraut og 5 rúm í Fossvogi.
Fossvogur
Gigtardeild B-7 verður með 17 opin rúm frá byrjun desember, fækkun um 5 rúm og lungnadeild A-6 og taugadeild B-2 verða áfram með 17 rúm opin hvor.
Hringbraut
Á hjartadeildum 14E og 14G verða engar "elektívar" innlagnir frá 15. desember til 2. janúar.
Starfsemi meltingar- og nýrnadeildar 13E (u.þ.b. 7 rúm) verður flutt á deild 14G frá 22. desember til 2. janúar.
Kópavogur
Á húðdeild (5 daga deild) verður lokað frá 22. desember til þriðjudags 2. janúar 2007.
LYFLÆKNINGASVIÐ II
Sjúkrahótelið Rauðarárstíg 18 verður lokað frá og með 20. desember, opnað aftur þriðjudaginn 2. janúar 2007.
BARNASVIÐ (Barnaspítali Hringsins)
Dagdeild 23E verður lokuð frá og með 22. desember, opnað aftur þriðjudag 2. janúar 2007.
Starfsemi barnadeildar 22E og barnaskurðdeildar 22D verður sameinuð yfir hátíðisdagana sem hér segir:
Frá 22. til 27. desember og aftur frá 30. desember til og með 1. janúar 2007.
Barnaskurðdeild B-5 í Fossvogi lokar 22.desember og opnar aftur 2. janúar, eingöngu bráðaþjónustu sinnt á lokunartímabili.
ENDURHÆFINGARSVIÐ
Grensás
Legudeild R-2 verður með 14 - 15 rúm opin yfir jól og áramót og legudeild R-3 verður með 18 rúm opin. Dagdeild verður opin milli jóla og nýárs.
ÖLDRUNARSVIÐ
Landakot
Á deild hvíldarinnlagna á K-2 verður lokað fyrir innlagnir frá 22. desember til 2. janúar 2007 og á sama tíma verður starfsemi deildarinnar (9 rúm) flutt á deild L-1.
GEÐSVIÐ
Deild 26 á Reynimel og Laugarásvegi
Stefnt er að því að draga úr starfsemi deildarinnar frá því síðdegis 24. desember fram yfir hádegi 25. desember og sömuleiðis frá því síðdegis 31. desember fram yfir hádegi 1. janúar.
Dalbraut 12, barna- og unglingageðdeildir
Á barnageðdeild verður engin starfsemi á rauðum dögum milli jóla og nýárs.
Á göngudeild verður engin starfsemi á rauðum dögum milli jóla og nýárs.
Bráðateymi verður að störfum á dagvinnutíma.
Kleppur
Gert er ráð fyrir að loka þeim hluta deildar 13A sem er 5 daga í síðasta lagi kl. 16:00 föstudaginn 22. desember og opna aftur kl. 08:00 þriðjudaginn 2. janúar 2007.