Hildur Friðriksdóttir tók við stöðu forstöðumanns Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við HÍ og LSH 1. apríl 2007. Hildur lauk meistaranámi í félagsfræði frá HÍ 2004 og BA námi í félags- og atvinnulífsfræði frá sama skóla 2002. Hildur hefur komið að rannsóknum um líðan og vinnuskipulag ýmissa starfshópa m.a. meðal starfsfólks á fjármálamörkuðum og útibúa banka og sparisjóða, lækna, hjúkrunarfræðinga, kennara og flugfreyja. Meistararitgerð hennar fjallaði um álag í og utan vinnu og samþættingu fjölskyldulífs og atvinnu. Hildur hefur langa reynslu sem blaðamaður á Morgunblaðinu og sl. 2 ½ ár kom hún á laggirnar og stýrði einingabæru námi í Verzlunarskóla Íslands fyrir starfandi verslunarfólk. Rannsóknasvið: Vinnuskipulag og líðan, streita, andlegir og félagslegir áhættuþættir á vinnustöðum, samþætting fjölskyldulífs og atvinnu. |
Nýr forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði
Hildur Friðriksdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við HÍ og LSH.