Leit
Loka
Vöktunarkerfi fæðingarþjónustu Landspítala
  • 24. nóvember 2017
  • Fréttir

Vöktunarkerfi fæðingarþjónustu Landspítala

Fæðingarþjónusta spítalans (fæðingarvaktin, meðgöngu- og sængurlegudeildin og göngudeild mæðraverndar) hefur tekið í notkun rafrænt kerfi til stuðnings við síritun fósturhjartsláttar á meðgöngu og í fæðingu. Kerfið heitir Milou og kemur frá Medexa í Svíþjóð þar sem komin er góð reynsla á kerfið. Milou gerir okkur kleift að fylgjast með fósturhjartsláttarritum á hvaða tölvu sem er en ekki eingöngu við sjálfann mónitorinn eins og áður. Á fæðingarvaktinni, meðgöngu- og sængurlegudeildinni og göngudeild mæðraverndar eru nú skjáir á vaktherbergi sem sýna öll fósturhjartsláttarrit sem eru í gangi á deildinni. Þannig eru fleiri augu að fylgjast með. Öll rit eru vistuð í kerfinu og þannig hægt að nálgast þau rafrænt hvenær sem er. Þetta mun einnig gefa mikla möguleika í þjálfun og kennslu starfsmanna og nema. Kerfið var tekið í notkun 11. október og gengur innleiðing mjög vel. Enn eru prentuð út rit en um leið og við erum 100% örugg um fulla virkni kerfisins þá munum við hætta útprentunum . Kerfið gerir okkur mögulegt að skrá okkar mat á ritunum á kerfisbundinn hátt og einnig að skrá rafrænt okkar athugasemdir þegar það á við. Með innleiðingu á Milou teljum að mat á fósturhjartsláttarritum verði markvissara og öryggið þannig meira. Öryggi gagna og aðgengileiki verðu einnig betri. Pappírsritin sem við höfum notað í áratugi verða ólæsileg á einu tveimur árum vegna þess að prentunin dofnar með tímanum. Með þessu er skref stigið inn á tækniöldina en næsta skrefið er svo rafræn mæðraskrá sem fer brátt að líta dagsins ljós.