Dagurinn 18. nóvember er sérstaklega helgaður vitundarvakningu um sýklalyf hjá Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC). Sama dag hefst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).
Tilgangur þessarar vitundarvakningar er að minna almenning, stjórnvöld, heilbrigðisstarfsmenn og aðra aðila á þá ógn sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería í heiminum. Sjá nánar hér.
Hámarksfjöldi í sal verður 50 manns. Ekkert þátttökugjald.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 14.11.2024 með tölvupósti á netfangið juliana.hedinsdottir@landlaeknir.is. Vinsamlegast takið fram hvort þið hyggist mæta á staðinn eða hlusta á fundinn í streymi. Hlekkir til að tengjast fundinum verða sendir til þeirra sem hafa skráð sig þegar nær dregur.
Stefnt er að því að hafa upptöku aðgengilega á vef embættis landlæknis og samfélagsmiðlum eftir fundinn.
Dagskrá málþings má finna hér.