Heimildaskrár með nokkrum músarsmellumBókasafn LSH býður upp á námskeið í helstu möguleikum RefWorks-forritsins s.s. hvernig hægt er að búa til heimildaskrár með nokkrum músarsmellum og skipta um tilvísanakerfi eftir þörfum.Starfsmenn LSH og starfsmenn þeirra stofnana sem gert hafa þjónustusamning við safnið geta fengið RefWorks heimildaskráningarforritið endurgjaldslaust skrái þeir sig inn á neti spítalans. Kennari: Guðrún Kjartansdóttir, bókasafnsfræðingur.Skráning:Sendið tölvupóst á netfangið: elinbhe@landspitali.is þar sem fram kemur:Heiti og dagsetning námskeiðsins sem sótt er um og eftirfarandi upplýsingar um umsækjanda:- Nafn- starf- stofnun- deild, ef um er að ræða starfsmann LSH eða starfsmann eða nema við heilbrigðisvísindasvið HÍ- netfang- símanúmer Í tölvuveri bókasafnsins í kjallara Eirbergs.
Leit
Loka