Frétt

20. 12 2017

Kvenfélagið Hringurinn styrkti endurnýjun leikherbergis á bráða- og göngudeild G3

Hringskonur styrktu endurnýjun leikherbergis á bráðadeild G3 á Landspítala Fossvogi - frá móttöku þar í desember 2017
Endurnýjað leikherbergi var tekið í notkun á bráða- og göngudeild G3 á Landspítala Fossvogi í desember 2017 með höfðinglegum styrk frá Hringskonum. Keypt voru ný húsgögn, bæði fyrir börn og fullorðna, og leikföng endurnýjuð auk þess sem herbergið var málað og skreytt með fallegum myndum.

Árlega leita um 13-14.000 börn á bráðadeild G3 vegna ýmissa áverka og því mjög mikilvægt að geta boðið þeim og forráðamönnum þeirra upp á notalegt umhverfi.  Flest börnin geta nýtt sér herbergið meðan beðið er og hafa Hringskonur verið mjög dugmiklar við að styðja við það með því að gefa leikföng og annað til afþreyingar svo sem spjaldtölvur og fleira.

Hringskonur styrktu endurnýjun leikherbergis á bráðadeild G3 á Landspítala Fossvogi - frá móttöku þar í desember 2017
Hringskonur styrktu endurnýjun leikherbergis á bráðadeild G3 á Landspítala Fossvogi - desember 2017
 
 
Hringskonur styrktu endurnýjun leikherbergis á bráðadeild G3 á Landspítala Fossvogi - desember 2017
 
Hringskonur styrktu endurnýjun leikherbergis á bráðadeild G3 á Landspítala Fossvogi - desember 2017
 
Hringskonur styrktu endurnýjun leikherbergis á bráðadeild G3 á Landspítala Fossvogi - desember 2017
  

Til baka