Frétt

22. 12 2017

Milljón til BUGL frá þremur fyrirtækjum

Bílrúðuþjónustan ehf, Saltver ehf. ásamt Orku ehf. í Reykjavík gáfu BUGL samtals 1. milljón. Helga Jörgensdóttir, deildarstjóraigöngudeildar BUGL og Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL veittu gjöfinni viðtöku - desember 2017.
Tvö  fyrirtæki í Reykjanesbæ, Bílrúðuþjónustan ehf, Saltver ehf. ásamt Orku ehf. í Reykjavík hafa fært barna- og unglingageðdeild, BUGL, samtals eina milljón króna að gjöf.
Að ósk gefenda verður fénu varið til uppbyggjandi verkefna fyrir skjólstæðinga BUGL og fjölskyldur þeirra m.a. vegna tómstundaiðkunar og meðferðarvinnu. 

Fulltrúar fyrirtækjanna afhentu gjöfina 21. desember 2017 Helgu Jörgensdóttur, deildarstjóra göngudeildar BUGL og Guðrúnu B. Guðmundsdóttur, yfirlækni BUGL.

Til baka