Frétt

09. 01 2018

Frestur vegna ágripa Bráðadags 2018 framlengdur til mánaðamóta

Mynd með auglýsingu um Bráðadaginn 2018
Frestur til að skila ágripum vegna Bráðadagsins 2018 hefur verið framlengdur og rennur út fimmtudaginn 1. febrúar. 
Óskað er eftir ágripum um rannsóknir og verkefni sem æskilegt er að tengist þema dagsins - fjölbreytileiki  í bráðaþjónustu. 

Árlega er haldin þverfagleg ráðstefna á vegum flæðisviðs Landspítala þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi. Ráðstefnan fer fram 2. mars 2018 á Hilton Reykjavík Nordica. 
Hefð hefur skapast fyrir því að fá erlenda og innlenda sérfræðinga til að kynna störf sín og rannsóknir sem tengjast þema dagsins.   

Ráðstefnan í ár verður helguð fjölbreytileika í bráðaþjónustu með áherslu á mismunandi hópa samfélagsins eins og börn, aldraða, kynsegin fólk, innflytjendur, hælisleitendur og erlenda ferðamenn.   

Nánari upplýsingar á bradadagurinn.lsh.is 

Til baka