Frétt

09. 01 2018

Nýtt fræðsluefni um krabbameinstengda þreytu

Endurhæfingarteymi fyrir sjúklinga sem hafa greinst með krabbamein hefur gefið út fræðsluefni á glærukynningarformi um krabbameinstengda þreytu, sem er algengasta einkennið sem einstaklingar með krabbamein finna fyrir. Efnið er þýtt og staðfært úr erlendum leiðbeiningum og unnið í samvinnu við íslenska einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein.

Kynningunni er ætlað að vekja athygli á þessu algenga einkenni og hvetja til umræðu um það. Fjallað er um einkennið sjálft, hvernig er hægt að meta það, mögulegar orsakir og úrræði. Endurhæfingarteymið vonast til þess að efnið muni nýtast sem flestum, sjúklingum sem hafa greinst með krabbamein, aðstandendum og starfsfólki. Teymið stefnir svo að því á næstu mánuðum að gefa út bækling um krabbameinstengda þreytu.

Fræðsluefni um krabbameinstengda þreytu

Endurhæfingarteymi fyrir sjúklinga sem greinst hafa með krabbamein


Til baka