Leit
Loka



7 heilræði fyrir starfsfólk í heimavinnu

Það er óhætt að segja að lífið sé orðið erfiðara eða í það minnsta flóknara fyrir alla. Kórónuveiran hefur breytt öllu og við höfum öll þurft að aðlagast nýjum lifnaðar- og starfsháttum. 

Þó eru ákveðnir kostir við að vinna að heiman sem sum okkar geta nýtt (segjum bless við umferðina til og frá vinnu). En einnig er fullkomlega eðlilegt að finna til streitu, leiða, kvíða og óvissu. 

Ásamt öllu þessu hafa svo mörg okkar áhyggjur af atvinnuhorfum í framtíðinni, samfara því að þurfa að huga að börnum og fjölskyldu.

Við höfum því safnað á einn stað nokkrum einföldum ábendingum til hjálpa þér við þína vinnu heiman frá, að finna til meiri starfsorku og hugsa vel um andlegu hliðina á erfiðum tímum.

Ef engin tímaáætlun er til staðar geta mörkin milli vinnu og einkalífs orðið óskýr og það getur verið streituvaldandi.
Fylgdu hefðbundnum svefnvenjum og vinnumynstri ef þú getur og gættu samræmis.

Farðu alltaf á fætur á sama tíma, borðaðu morgunmat og farðu úr náttfötunum! Reyndu að nýta tímann sem annars færi í að koma þér á vinnustaðinn til að stunda líkamsrækt, lesa eða hlusta á tónlist, áður en þú skráir þig inn í tölvuna.
En það sem mestu máli skiptir er að hætta að vinna þegar vinnudagurinn er búinn. Slökktu á tölvunni, hættu að lesa tölvupósta og einbeittu þér að heimilislífinu. Reyndu að fara í rúmið á þínum hefðbundna tíma þegar dagur er að kvöldi kominn.

Ef þú getur skaltu finna þér hljóðlátt rými, fjarri fólki og truflunum eins og sjónvarpinu (eða eldhúsinu þegar þig langar í nart).

Hafðu allt sem þú þarft á einum stað, áður en þú byrjar að vinna -- hleðslutæki, penna, pappír og allt annað -- og lokaðu hurðinni ef þú getur. Jafnvel í litlu eða sameiginlegu rými skaltu reyna að skilgreina ákveðið svæði sem þitt vinnurými.

Að síðustu skaltu láta fara vel um þig. Þótt það geti verið freistandi að sitja í sófanum er mun betra að sitja við borð eða skrifborð. Notaðu leiðbeiningar til að setja upp vinnurýmið á réttan hátt, eins mikið og þú mögulega getur.

Ef þú ert ekki með skrifstofuhúsgögn, eins og stillanlegan stól, reyndu þá að nota hluti eins og púða til stuðnings í stólnum eða kassa sem fótstuðning.


Þegar við vinnum heima fyrir, þá finnst okkur við stundum þurfa að vera alltaf til taks. En það að vera bara "á staðnum" er engum til gagns ef andlegri heilsu þinni er ábótavant.

Það er mikilvægt að gefa sér tíma fyrir pásur til að minnka streitu. Reyndu að taka hádegismat og reglulega hvíld frá skjánum. Gefðu þér tíma til að einbeita þér að einhverju öðru, svo að þú sért einbeittari þegar þú snýrð þér aftur að vinnunni. Jafnvel stuttar 5 til 10 mínútna pásur á hverjum klukkutíma geta líka aukið afköst þín verulega.

Ef hægt er skaltu ákveða tíma til að fara að ganga, hjóla, hlaupa eða fá þér kaffisopa -– gættu bara að reglum um samskiptafjarlægð þegar þú ert utan heimilisins.

Að vinna að heiman þýðir að þú verð mun meiri tíma í kyrrsetu. Ef þú finnur til stífleika eða spennu, skaltu prófa léttar teygjuæfingar eða líkamsþjálfun með 10 mínútna heimaleikfiminni okkar.


Það hefur sína kosti að vinna að heiman en þú getur fundið til einsemdar. Það eru þó margar leiðir til að halda sér í sambandi við þá sem skipta máli -- létta lund þeirra og þína eigin.

Mannleg samskipti skipta máli, bæði í leik og starfi, gefðu þér því tíma fyrir myndsímtöl og taktu upp símann í stað þess að senda tölvupóst. Ef þú ert í erfiðleikum með að vinna heiman frá, ráðfærðu þig þá við samstarfsfólk þitt eða yfirmann varðandi áhyggjur þínar.
Og mundu að samstarfsfólki þínu líður líklega alveg eins og þér! Spurðu hvernig því gengur og hvort þið getið á einhvern hátt stutt við hvort annað.

Gefðu þér tíma til að blanda geði á netinu - taktu stafrænan kaffitíma eða skipuleggðu föstudagshitting á netinu. Eða hittist í eigin persónu í kaffisopa eða hádegismat ef hægt er, en virðið reglur um samskiptafjarlægð.


Það að setja öðru heimilisfólki mörk er lykillinn að andlegri heilsu þegar unnið er heima fyrir.

Það gefur meiri sveigjanleika þegar unnið er að heiman, því skaltu njóta þess. En það getur líka verið erfitt ef það er annað sem truflar, eins og börn heima fyrir, sem halda mögulega að þú sért í fríi og vilja verja tíma með þér.

Ræddu um þarfir þínar, sérstaklega við fjölskylduna. Minntu fjölskylduna á að þú hafir verk að vinna og þurfir næði til þess, og deildu tímaáætlun þinni með henni.

Að sama skapi skaltu setja mörk gagnvart vinnunni. Það er auðveldara að vera skráð(ur) inn þegar heimilið er skrifstofan þín, en reyndu að slökkva á tölvunni þegar vinnudeginum er lokið og njóttu tímans heima með fjölskyldunni.


Mögulega muntu vinna áfram að heiman í einhvern tíma, þannig að þú skalt leiða hugann að því hvernig þú getur bætt starfsvenjur þínar heima fyrir. Ef þú ert með garð eða svalir, þá gætirðu til dæmis einstaka sinnum unnið þar þegar hlýtt er í veðri. Eins gefast oft færi til að nýta sér aðstöðu á kaffihúsum eða rúmgóðum anddyrum hótela til að brjóta upp vinnudaginn.

Skoðaðu hvernig þú vinnur með öðrum. Eru aðrar leiðir til að tala saman á netinu eða nýr hugbúnaður sem þú getur notað?


Mundu að þetta eru óvenjulegar aðstæður og hlutirnir eru ekki eðlilegir!
Vertu góð(ur) við sjálfa(n) þig og viðurkenndu að þú afkastar kannski ekki eins miklu og þú myndir annars gera. Vertu raunsæ(r) varðandi hverju þú getur afkastað miðað við kringumstæður og slakaðu á þegar vinnunni er lokið.
Ef þú ert dauf(ur) í dálkinn eða finnur til einsemdar eða kvíða, er stuðningur og ráðleggingar í boði. Skoðaðu www.landspitali.is/samangegnumkofid til að finna frekari heilræði um hvernig þú eigir að hugsa um andlega heilsu þína og styðja við samstarfsfólk þitt.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?