Komur á aðrar göngudeildir

Fyrir hverja komu til sérfræðilæknis á göngudeild og dagdeild sjúkrahúsa skal greiða kr. 4.500 og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.

Fyrir komu og endurkomu á göngudeild og dagdeild vegna þjónustu annarra en lækna skal greiða kr. 10.700

Fyrir sjúkra- og talþjálfun á sjúkrahúsum skal greiða kr. 4.400 auk 100% gjalds samkvæmt gjaldskrá í gildandi samningum Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraþjálfun og talþjálfun. Greiðslurnar veita ekki rétt til þjálfunarkorts frá Sjúkratryggingum Íslands.

Fyrir meðferð húðsjúkdóma veitta á sjúkrahúsi af öðrum en læknum skal greiða kr. 8.100.

Fyrir nauðsynlega túlkaþjónustu skal sjúklingur greiða fullt gjald samkvæmt rammasamingi Ríkiskaupa við þjónustuaðila um túlkaþjónustu.