Leit
Loka
 

Að vinna á Landspítala

Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu.

Saman viljum við vera einn besti vinnustaður landsins sem býður upp á samkeppnishæf kjör. Vilt þú vera með?

Heilsa og samgöngur

Sýna allt
Við berum umhyggju fyrir sjúklingum, aðstandendum, samstarfsfólki og samfélagi okkar. Við virðum þarfir hvers og eins, upplýsum, gætum orða okkar og sýnum samkennd. Við leggjum áherslu á öryggi sjúklinga og starfsmanna, vinnum í þverfaglegum teymum, störfum eftir samræmdum verkferlum og samskipti okkar eru skýr. Við höfum fagmennsku og gagnreynda þekkingu alltaf að leiðarljósi og okkar markmið er að veita hverjum sjúklingi bestu mögulegu þjónustu með því að leggja áherslu á stöðugar umbætur og viðeigandi tækni.

Á Landspítala er unnið markvisst að því að efla vist- og heilsuvænar samgöngur í samræmi við umhverfis-, samgöngu og mannauðsstefnu spítalans. Með vistvænum samgöngum er átt við allan ferðamáta annan en að ferðast í einkabíl, svo sem að ganga, hjóla (þ.m.t. rafhjól) eða ferðast með almenningssamgöngum.

Vorið 2014 tók Landspítali upp samgöngusamninga sem kveða á um samgöngustyrki til að vekja áhuga starfsmanna sinna á heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum ferðamáta til og frá vinnu. Einnig hefur verið unnið að því að bæta aðstæður á spítalanum fyrir þá sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta og starfsmannafélagið bíður ýmis afsláttakjör í tengslum við vistvænar samgöngur á tilboðssíðu sinni s.s. afslátt af strætókortum.

Landspítali býður upp á heilsurækt fyrir starfsfólk Landspítala án endurgjalds yfir vetrartímann. Allir eru velkomnir.

Kundalini-jóga

 • Jógaæfingar, öndun, hugleiðsla og slökun.
 • Jógakennari leiðbeinir

Leikfimi 

 • upphitun, styrktar- og stöðugleikaþjálfun og vöðvateygjur.
 • rólegri leikfimi, létt upphitun, styrkjandi og liðkandi æfingar, vöðvateygjur og slökun. Sjúkraþjálfari leiðbeinir.
 • hefðbundin leikfimi með upphitun, styrkjandi og liðkandi æfingum og vöðvateygjum. Sjúkraþjálfari leiðbeinir.

Heilsuvernd

 • Allir nýráðnir starfsmenn á Landspítala eiga að mæta í nýráðningarviðtal hjá starfsmannahjúkrunarfræðingi og er það á ábyrgð yfirmanns að framfylgja þeirri reglu.
 • Í viðtali er farið yfir almennt heilsufar, framkvæmt berklapróf og metin þörf fyrir bólusetningu gegn lifrarbólgu B og MÓSA ræktun. Starfsmenn fá fræðslu um vinnuumhverfi og vinnuvernd.
 • Starfsmenn sem vinna með sjúklinga þurfa að vera með sínar grunnbólusetningar í lagi og ef þörf er á endurbólusetningu leitar starfsmaður á heilsugæslu og ber kostnað af bólusetningu.
 • Öllum fastráðnum starfsmönnum stendur til boða heilsufarsskoðun og ráðgjöf á tveggja ára fresti. Í viðtali er farið yfir almennt heilsufar, heilsufarsmælingar (hæð, þyngd, BMI, blóðþrýsting, blóðsykur og kólesteról), bólusetningar og metin þörf fyrir berklapróf

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt
 • Mötuneyti eru á eftirfarandi stöðum: Ármúla, Fossvogi, Grensási, Hringbraut, Kleppi, Landakoti, Snorrabraut og Tunguhálsi.
 • Boðið er upp á morgunverð, hádegis- og kvöldverð. Hægt er að borða í borðsal á staðnum, kaupa einnota eða fjölnota bakka og taka með sér matinn.
 • Máltíðir, salatbar og súpa er niðurgreitt og upplýsingar um verð og matseðil vikunnar er að finna á innri vef Landspítala

Allir sem hefja störf á Landspítala fara í gegnum nýliðaþjálfun til að undirbúa nýjan starfsmann sem best undir starfið. Þessi nýliðamóttaka er í 3 þáttum:

 • Staðbundin kynning
 • Heilbrigðisviðtal
 • Vefnám - Skráning í Námskrá

Starfsmannafélag Landspítala starfar í þágu allra starfsmanna spítalans. Rekstur félagsins er að hluta styrktur af spítalanum og að hluta borinn uppi af félagsgjöldum (kr. 500 á mánuði).

Þeir félagsmenn sem greiða félagsgjöld njóta „aukinna réttinda“ en þau felast fyrst og fremst í:

 • fullum réttindum í orlofshúsasjóði (punktasöfnun, orlofshúsaleiga án álags).
 • afsláttar- og vildarkjörum hjá fyrirtækjum sem félagið hefur samið við.

Á vegum félagsins fer fram margs konar félags- og íþróttastarf og stuðlað er að heilbrigðri útvist með skipulögðum ferðum fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra.

Mannauðsmínútan og starfamínútan (myndbönd)

Á Landspítalanum starfa yfir fimm þúsund starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Það er áhugavert að kynna sér fólkið á bak við störfin og fá innsýn í ólík störf. Í stuttum myndböndum fáum við að kynnast fólkinu sem vinnur á Landspítala.

Mannauðsmínútan

Starfamínútan