Hjúkrunarfræðingar í nýtt öldrunargeðteymi á Landspítala
Hefur þú áhuga á öldrunar- og geðhjúkrun?
Við leitum að metnaðarfullum og framsæknum hjúkrunarfræðingum til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á nýju þverfaglegu öldrunargeðteymi á Landspítala.
Öldrunargeðteymið verður eitt af sérhæfðum göngudeildarteymum á meðferðareiningu lyndisraskana innan geðþjónustu Landspítala en mun vinna náið með öðrum deildum spítalans þar sem aldraðir dvelja. Meginhlutverk teymisins verður að veita einstaklingsmiðaða þjónustu til aldraða einstaklinga með geðraskanir og aðstandendum þeirra.
Þar sem um nýjar stöður er að ræða er rík áhersla lögð á sjálfstæði í starfi, áhuga á þátttöku í uppbyggingu og mótun nýrrar þjónustu, sem og getu til að vinna í þverfaglegu teymi. Starfið býður uppá mikla möguleika til að vaxa í starfi og móta og þróa nýtt starf og nýtt teymi.
Geðþjónustan leggur áherslu á að styðja við vöxt og þróun í starfi, meðal annars með því að bjóða upp á handleiðslu og starfsþróunarár fyrir bæði nýja og reynda hjúkrunarfræðinga.
Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í dagvinnu og er upphaf starfa samkomulag.
- Mótun nýs starfs
- Ráðgjöf, hvatning og fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Mat á einkennum geðrænna einkenna og heilsufarsmat
- Þátttaka í teymisvinnu og samvinna við önnur teymi/stofnanir
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður, sjálfstæð vinnubrögð og einlægur áhugi á öldrunargeðþjónustu
- Reynsla af öldrunar- og/ eða geðhjúkrun er kostur
- Reynsla af fjölskylduvinnu er kostur
- Sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
- Jákvætt hugarfar og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
- Góð íslensku og ensku kunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5, enska 3/5