Viltu vera á skrá? Almenn störf á Landspítala
Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Við stefnum á að vera einn besti vinnustaður landsins sem býður upp á gott starfsumhverfi og samkeppnishæf kjör. Vilt þú taka þátt í vegferðinni með okkur?
Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s.
- Störf við verkefni sem standa í tvo mánuði eða skemur
- Störf við afleysingar sem ekki er ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt
Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega.
Við leitum eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum til að starfa á hinum ýmsu deildum Landspítala. Dæmi um almenn störf eru til dæmis í eldhúsi/ býtibúri, þvottahúsi o.fl.
- Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir störfum
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Upphafsdagur starfa sem og starfshlutfall er samkomulag.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, almenn störf, starfsmaður,