Geislafræðingur óskast á geislameðferðardeild
Landspítali auglýsir starf geislafræðings á geislameðferðardeild laust til umsóknar. Á deildinni fer fram geislameðferð krabbameinssjúklinga og undirbúningur hennar. Deildin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi en um 1000 sjúklingar fá geislameðferð árlega.
Við leitum að öflugum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og á auðvelt með að vinna í teymi. Starfið krefst mikillar samvinnu og þverfaglegs samráðs. Í boði er einstaklingshæfð aðlögun í samstarfi við reynt starfsfólk. Gott væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 60-100% og um er að ræða dagvinnu.
- Vinna að undirbúningi geislameðferðar, m.a. við tölvusneiðmyndatæki deildarinnar
- Veita geislameðferð
- Taka þátt í gæðamælingum á CT tæki og línuhröðlum
- Taka þátt í að innleiða nýja tækni og skilgreina verkferla
- Önnur sérhæfð verkefni sem heyra undir starfsemi deildarinnar
- Íslenskt starfsleyfi geislafræðings
- Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í teymi
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Starfsreynsla á sviði geislameðferðar krabbameina er kostur
- Mjög góð enskukunnátta og íslenskukunnátta æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa aðAllar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, geislafræðingur, teymisvinna
Tungumálahæfni: enska 4/5