Sérfræðilæknir við líknardeild
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis við líknardeild Landspítala í Kópavogi. Starfið hentar vel sérfræðilækni sem vill bæta við sig reynslu í líknarlækningum. Starfshlutfall er 50-100% og er upphaf starfs eftir samkomulagi.
Einnig kemur til greina að ráða 1-2 sérfræðilækna sem vilja bæta við sig sérþekkingu í líknarlækningum en í skertu starfshlutfalli og til skemmri tíma. Hentar sérstaklega vel heimilis-, öldrunar- og lyflæknum sem sinna líknarþjónustu í sínu daglega starfi, t.d á hjúkrunarheimili.
Deildin heyrir undir krabbameinsþjónustu Landspítala og samanstendur af 12 rúma legudeild, göngudeild og sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Unnið er í náinni samvinnu við líknarráðgjafateymi/ líknarteymi spítalans.
Skapað verður tækifæri fyrir sérfræðilækninn til þess að sinna afmörkuðu rannsóknarverkefni tengt deildinni. Æskilegt er að viðkomandi taki þátt í vaktþjónustu við eininguna.
- Almenn störf á legudeild og vinna við inn- og útskriftir
- Læknisþjónusta við sérhæfða líknarheimaþjónustu (HERA) og líknarráðgjafateymi/ líknarteymi
- Vinna við meðferð sjúklinga á göngudeild
- Þátttaka í kennslu í líknarlækningum á vegum Líknarmiðstöðvar Landspítala
- Íslenskt sérfræðileyfi
- Áhugi á líknarlækningum
- Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Fagleg vinnubrögð
- Íslenskukunnátta æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu, gæðavinnu og stjórnunarstörfum
- Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir,