Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi óskast á móttökugeðdeild Landspítala
Við viljum ráða til starfa öflugt samstarfsfólk á móttökugeðdeild 33C Landspítala við Hringbraut. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í vaktavinnu og eru störfin laus nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Móttökugeðdeild er 17 rúma og sinnir móttöku, greiningu og meðferð sjúklinga með alvarlegar og bráðar geðraskanir. Deildin sérhæfir sig m.a. í meðferð sjúklinga með átraskanir og í greiningu og meðferð á konum með alvarlegar geðraskanir og/ eða ef grunur leikur á tengslaröskun á meðgöngu og eftir fæðingu. Starfsemi deildarinnar er í mikilli þróun og umbótastarf er mikið. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
- Sinnir umönnun og stuðningi við sjúklinga undir stjórn hjúkrunarfræðings
- Stuðlar að öryggi sjúklinga og starfsfólks með því að framfylgja verklagi og vera virkur þátttakandi í varnarteymi geðþjónustu
- Er tengill sjúklings. Styður sjúkling til daglegrar virkni, framfylgir meðferðasamningum og hjúkrunaráætlunum
- Hefur umsjón með ýmsum störfum sem snúa að daglegum rekstri deildar
- Stuðlar að góðum starfsanda
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði uppeldis-, atferlis-, íþrótta-, sálfræðimenntunar er kostur
- Reynsla af starfi í geðþjónustu Landspítala er kostur
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Reynsla af teymisvinnu og þverfaglegu samstarfi er kostur
- Áhugi á starfi með fólki með geðraskanir
- Faglegur metnaður og mjög góð samskiptahæfni
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Íslenskukunnátta áskilin
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Ráðgjafi, stuðningsfulltrúi, umönnun, Sérhæfður starfsmaður
Tungumálahæfni: íslenska 5/5