Sjúkraliði á útskriftardeild aldraðra
Útskriftardeild aldraðra auglýsir laust til umsóknar starf sjúkraliða. Deildin byggir á endurhæfingu fyrir aldraðra sem útskrifast heim til sín tveimur til fjórum vikum frá innlögn á deildina. Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs.
Leitað er eftir öflugum sjúkraliða sem hefur getu og ánægju af samstarfi við aldraða. Í boði er gefandi og fjölbreytt starf þar sem stefnan er að útskrifa skjólstæðinga heim innan mánaðar endurhæfingar. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga, fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk á deild.
Tekið er vel á móti nýju starfsfólki og góð aðlögun er í boði. Landakot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík og er andinn í húsinu einstakur.
Starfshlutfall getur verið 50-100% og er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
- Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun
- Þátttaka í teymisvinnu
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
- Góð íslenskukunnátta
- Áhugi á hjúkrun aldraðra
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sjúkraliði, hjúkrun, teymisvinna,
Tungumálahæfni: íslenska 3/5