Sjúkraliði óskast á sameinaðri endurhæfingardeild Landakoti
Ertu góður liðsmaður og langar þig að starfa í starfsumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt starfsumhverfi?
Við sækjumst eftir sjúkraliða sem hefur ánægju af samstarfi við aldraða. Ef þú ert lífsglaður og metnaðarfullur sjúkraliði þá viljum við fá þig í vinnu. Í boði er gefandi starf fyrir þann sem vill taka þátt í meðferð og endurhæfingu aldraðra. Á deildinni starfa um 60 einstaklingar í þverfaglegu teymi og tækifæri eru til að vaxa í starfi.
Landakot er inngildandi vinnustaður þar sem fjölbreytileiki íslensks samfélags fær að njóta sín og mannvirðing er höfð að leiðarljósi.
Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust frá 1. janúar 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
- Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðrar fagstéttir
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka í þróun og umbótum í starfsemi deildarinnar
- Kennsla og umsjón með sjúkraliðanemum
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sjúkraliði, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5,