Hjúkrunarfræðingur í meltingarteymi
Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings í meltingarteymi Landspítala sem staðsett er á almennri göngudeild 10E við Hringbraut.
Í meltingarteyminu starfar öflugur hópur fagfólks sem vinnur af miklum áhuga við að efla og þróa þjónustu við sjúklinga með langvinna meltingarsjúkdóma. Teymið sinnir hjúkrunarmóttöku og sérhæfðu eftirliti sjúklinga, auk þess að styðja við umönnun skjólstæðinga sinna ef þeir leggjast inn á deildir spítalans. Einnig sinnir teymið sjúklingum með IBD, næringarslöngu/hnappa, krabbamein, skorpulifur og aðra meltingarfærasjúkdóma. Þá er hluti starfseminnar á innrennslismóttöku, þar sem m.a. eru gefin líftæknilyf. Starfið er því afar fjölbreytt og krefjandi og gefur mikla möguleika til starfsþróunar.
Á göngudeild 10E eru einnig sérhæfðar teymismóttökur á sviði fleiri sérgreina, t.d. kviðarholsskurð- og stómateymi og ígræðslugöngudeild. Þá fer þar fram undirbúningur aðgerðasjúklinga og innskrift svæfingar. Á deildinni er markvisst unnið að umbótum og framþróun, en þar starfar öflugur hópur reyndra hjúkrunarfræðinga og einkennist vinnuandinn af samvinnu, metnaði og góðum liðsanda.
Hér er tækifæri fyrir framsækinn og metnaðarfullan hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á að vinna í teymi en einnig sjálfstætt og af frumkvæði.
Í boði er einstaklingsmiðuð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starfshlutfall er 80-100% dagvinna og er starfið laust frá 1. janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Einstaklingsmiðuð hjúkrunarmeðferð og heildstæð þjónusta við sjúklinga með sjúkdóma í meltingarfærum
- Þátttaka í teymisvinnu í greiningarferli, við meðferð og eftirfylgd sjúklinga í gegnum sjúkdómsferlið
- Lyfjagjafir líftæknilyfja og stuðningur við sjúklinga með sjúkdóma í meltingarfærum
- Þróun ferla og nýrra verkefna á göngudeild meltingarsjúklinga
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu innan deildar og í samvinnu við legudeildir sérgreina
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, Hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5