Svæfingahjúkrunarfræðingur - Svæfingadeild Hringbraut
Við óskum eftir að ráða til starfa metnaðarfullan hjúkrunarfræðing með sérhæfingu í svæfingahjúkrun. Í boði er starf á frábærum vinnustað þar sem samvinna, faglegt starf, þróun og öryggi sjúklinga eru höfð að leiðarljósi. Unnið er í vaktavinnu samkvæmt vaktaskipulagi deildarinnar á bundnum vöktum og bakvöktum. Starfshlutfall er 80-100% starf og er starfið laust frá 1. febrúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Á svæfingadeild Landspítala við Hringbraut starfa rúmlega 40 svæfingahjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Við bjóðum upp á góðan vinnustað þar sem áhersla er lögð á fagmennsku, framþróun og þjálfun eftir þörfum hvers og eins.
- Svæfingar og deyfingar sjúklinga við skurðaðgerðir og önnur inngrip
- Ákveða, skrá og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við þarfir skjólstæðinga og bera ábyrgð á meðferð samkvæmt starfslýsingu og vinnureglum deildar
- Símainnritun sjúklinga fyrir dagdeildaraðgerðir
- Verkjaeftirliti ásamt öðrum sérhæfðum verkefnum á ýmsum deildum spítalans
- Þátttaka í teymisvinnu og umbótastarfi deildar
- Ýmis önnur verkefni
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Viðbótarnám í svæfingahjúkrun er skilyrði
- Áhugi á að taka þátt í framþróun hjúkrunar
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Hæfni og geta til að starfa í teymi og takast á við breytingar
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Starfið auglýst 27.11.2024. Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 18.12.2024.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, sérfræðingur í hjúkrun, hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5