Ráðgjafi / stuðningsfulltrúi á legudeild geðrofssjúkdóma
Við leitum að metnaðarfullum ráðgjafa/ stuðningsfulltrúa til starfa á legudeild geðrofssjúkdóma sem er frábær blanda af bráðalegudeild og endurhæfingu. Deildin er fjölbreytt og lifandi, þar sem áhersla er á góða þjónustu og góðan starfsanda. Starfshlutfall er 80- 100% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Á deildinni eru rými fyrir 16 skjólstæðinga, 10 ætluð einstaklingum með bráð veikindi og 6 rými til endurhæfingar. Mikil áhersla er lögð á þverfaglega vinnu og gegna ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar lykilhlutverki í meðferðar- og teymisvinnu. Meðferð á deildinni byggist meðal annars á styðjandi samtalsmeðferð, meðferð við geðrofseinkennum, mikilli virkni, fræðslu og lyfjameðferð, allt eftir þörfum hvers og eins. Deildarstarfið byggir á samvinnu þar sem mikilvægt er að sérhver starfsmaður fái að nýta styrkleika sína, bera ábyrgð og eigi möguleika á að þróast í starfi. Unnið er á þrískiptum vöktum.
- Virk þátttaka í meðferð skjólstæðinga deildarinnar í gegnum styðjandi meðferðarsamband, líkamlega umönnun og félagslega þjálfun
- Fylgir skjólstæðingi eftir í daglegri virkni og framfylgir meðferðaráætlunum
- Þátttaka og samskipti í meðferðarteymi og á þverfaglegum fundum
- Stuðlar að öryggi sjúklinga og starfsfólks með virkri þátttöku í varnarteymi geðsviðs
- Umsjón með ýmsum störfum sem snúa að daglegum rekstri deildarinnar
- Starfar af heilindum og stuðlar að góðum samstarfsanda
- Menntun sem nýtist í starfi, að lágmarki stúdentspróf
- Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af stuðningi við fólk með geðrænan vanda er kostur
- Reynsla af vinnu í umönnun er kostur
- Framúrskarandi færni í samskiptum, samviskusemi og umburðarlyndi
- Jákvætt hugarfar, frumkvæði í starfi og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Íslensku- og enskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi, starfsmaður, teymisvinna, umönnun
Tungumálahæfni: íslenska 3/5, enska 3/5