Aðstoðardeildarstjóri fasteigna- og umhverfisþjónustu
Fasteigna- og umhverfisþjónusta Landspítala auglýsir eftir öflugum aðstoðardeildarstjóra til að taka þátt í að leiða áfram þá þjónustu sem einingin veitir. Um ræðir 100% starf og er starfið laust eftir samkomulagi.
Fasteigna- og umhverfisþjónusta heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið og rekur allar fasteignir og lóðir Landspítala ásamt því að reka öryggis- og eftirlitsþjónustu, umhverfisþjónustu, lóðaþjónustu ásamt þjónustuveri og móttökum. Fasteigna- og umhverfisþjónustan veitir mikilvæga þjónustu fyrir Landspítala þar sem öryggi sjúklinga, starfsfólks og aðstandenda er haft að leiðarljósi.
Leitað er eftir einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni, farsæla stjórnendareynslu, hæfni til að móta jákvætt starfsumhverfi og byggja upp sterka liðsheild. Viðkomandi skal búa yfir frumkvæði, eldmóði og brennandi áhuga á að starfa með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans að framþróun og umbótum í þjónustu sem styður við starfsemi Landspítala.
- Skipuleggur, stjórnar og ber ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri í samráði við deildarstjóra
- Styður framlínustjórnendur í daglegum störfum eftir þörfum
- Stuðlar að jákvæðum starfsanda, starfsumhverfi og samskiptum við stjórnendur, starfsfólk og aðra hagsmunaaðila
- Staðgengill deildarstjóra fasteigna- og umhverfisþjónustu
- Stuðlar að stöðugum umbótum og framþróun þjónustu
- Stuðlar að því að sett markmið náist um góða þjónustu og ábyrgan rekstur
- Greining á ferlum og gögnum
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun á háskólastigi
- Stjórnunarreynsla úr sambærilegum rekstri æskileg
- Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar, jákvætt lífsviðhorf og lausnamiðuð nálgun
- Fagleg vinnubrögð, skipulagshæfni og afburða góð greiningafærni
- Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun
- Metnaður og geta til að starfa sjálfstætt og í teymum
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: Íslenska 5/5, enska 3/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, aðstoðardeildarstjóri, stjórnunarstarf