Aðstoðardeildarstjóri Veitingaþjónustu
Veitingaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða öflugan aðstoðardeildarstjóra til að taka þátt í umbreytingu á spennandi starfsemi inn í nýja tíma sem framundan eru.
Veitingaþjónusta heyrir undir Rekstrar- og mannauðssvið og rekur eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi, þar sem daglega eru framleiddar um 6.000 einingar fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin rekur einnig 11 matsali og 2 kaffihús undir nafninu ELMA matsalir. Hjá veitingaþjónustu starfa rúmlega 100 einstaklingar í samhentri deild og fást við fjölbreytt og skemmtileg verkefni.
Leitað er eftir einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni, farsæla stjórnendareynslu, hæfni til að móta jákvætt starfsumhverfi og byggja upp sterka liðsheild. Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði, eldmóði og miklum áhuga á að starfa með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans til að stuðla að framþróun á starfsemi veitingaþjónustu.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
- Skipuleggur og stjórnar daglegri mönnun í samráði við deildarstjóra
- Styður deildarstjóra við reglulega endurskoðun mönnunarlíkana og vinnuskipulags
- Ber ábyrgð á birtingu vaktaáætlana og yfirferð vinnustunda í samstarfi við aðra stjórnendur veitingaþjónustu
- Ber ábyrgð á öryggisstarfi sem snýr að starfsfólki og vinnuvernd, t.d. hvíldartímar, heilsuvernd, áhættumat starfa o.fl. ásamt umbótum
- Umsjón með gerð og endurskoðun starfslýsinga
- Umsjón með móttöku nýs starfsfólks og nýliðaþjálfun
- Skipuleggur og styður deildarstjóra við starfsmannasamtöl ásamt því að bregðast við umbótum
- Umsjón með fræðslumálum ásamt því að vera tengiliður við menntastofnanir varðandi nema í matartækni, næringar-/matvælafræði og matreiðslunámi
- Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar, jákvætt lífsviðhorf og lausnamiðuð nálgun
- Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun
- Fagleg vinnubrögð og framúrskarandi skipulags- og greiningarhæfni
- Stjórnunarreynsla, t.d. á sviði viðamikilla verkefna, málaflokka eða úr sambærlegum rekstri
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: Íslenska 5/5, enska 3/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, aðstoðardeildarstjóri, stjórnun, veitingaþjónusta