Hjúkrunarfræðingur í krabbameinsþjónustu
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í krabbameinsþjónustu Landspítala. Um er að ræða dagvinnu í 80-100% starfshlutfalli við hjúkrun sjúklinga í geislameðferð og krabbameinslyfjameðferð. Meðferð sjúklingahópsins fer fram á geislameðferðardeild 10K og dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga 11BC. Unnið er að uppbyggingu og þróun hjúkrunar fyrir þennan sístækkandi sjúklingahóp og áhersla er á samstarf fagstétta og teymisvinnu.
Í boði er einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum, möguleikar á starfsþróun og þátttaka í þróunarverkefnum í hjúkrun sjúklinga með krabbamein.
Upphaf starfs 15. janúar 2025 eða skv. samkomulagi. Næsti yfirmaður er deildarstjóri dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Þórunni deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Hjúkrun sjúklinga í geislameðferð og krabbameinslyfjameðferð
- Mat á líðan og einkennum, einkennameðferð, eftirlit og eftirfylgd
- Greina hjúkrunarþarfir, veita hjúkrunarmeðferð og bera ábyrgð á meðferð skv. starfslýsingu
- Skráning hjúkrunar í samræmi við reglur LSH
- Veita markvissa fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
- Stuðningur við sjúklinga og aðstandendur
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka og innleiðing nýjunga innan hjúkrunar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Íslensku- og enskukunnátta áskilin
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5